Rally Reykjavík 2007

28. alþjóðarallinu var að ljúka núna fyrr í dag.  Okkur pabba tókst markmið okkar: að klára!

 

Dagur 1:

Fyrsta leið lá um Djúpavatn, okkur gekk ágætlega þar þrátt fyrir mikið grjót á veginum.

Eftir það var haldið út á Kleifarvatn, þar sem við tókum eftir miklu afl-leysi, og náðum þar af leiðandi arfaslökum tíma á þessari ,,power-leið"

Síðan voru keyrðar 2 umferðir um Gufunesið, þar kom ekkert fyrir hjá okkur.

Í viðgerðarhléinu reyndum við að finna ástæðuna fyrir afl-leysinu og við skoðun á undirvagninum kom í ljós að pústið hafði klemmst alveg saman á djúpavatninu, þannig ekkert var til ráða annað en að saga bara endann af pústinu.

 

Dagur 2:

Markmið okkar fyrir hádegishlé var að komast fram fyrir Simma, sem tókst, en hann lenti í vandræðum með bílinn, bremsur og fleira.

Eftir hádegi keyrðum við bara eins og vegirnir leyfðu, og þeir leyfðu vægast sagt lítið!, og tímarnir voru eftir því.

Á leiðinni í bæinn komum við á pústverkstæði og létum setja nýjann enda á pústið, síðan tókum við afturfjöðrunina í sundur og hreinsuðum hana í viðgerðarhléinu.

 

Dagur 3:

Eins og staðan var eftir dag 2 var ekkert annað í stöðunni en að keyra upp á að klára, sem og við gerðum, það má segja að mesti hasarinn þennann daginn hafi verið að ná í tíma ferjuleiðina milli Geitháls og Kleifarvatns, en eftir Geithálsinn skiptum við um hjólalegu sem var búin að vera glamrandi síðan um morguninn, og sem betur fer komumst við út að Kleifarvatni í tíma.

 

Í heildina litið bara mjög skemmtilegt rall og góð tilbreyting að þurfa ekki að skipta um vél í corolluni eftir keppni Grin (þó það sé ýmislegt annað sem þarf að fara yfir)

 

Tímaverðir, keppnisstjórn og aðrir sem komu að keppninni: TAKK fyrir okkur!

MÞ-Racing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

til hamingju strákar....

þetta var mjög gaman... þó svo það hafi nú verið meiri keppni á milli okkar áður...

og takk fyrir að stoppa og tékka á okkur þegar við vorum stopp inná miðjum Tröllhálsi..fastir í 4.gír... og bjóða aðstoð...

þetta sýnir rétta andann....

keppnis kveðjur...

Pétur og Heimir.

petur (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband