Lítið búið að vera að gerast...

Langt síðan síðasta bloggfærsla var gerð...vonum að maður fari að skána aðeins í þessu.

 

Lítið er að frétta af okkur bræðrunum, þó Bragi hafi verið að leika sér aðeins í haust á rallycross lancernum sínum:

Rallycross__1066

Búinn að keyra framstuðarann undan þarna hehe

 

 

 

 

 

 

 

 

Pabbi er með hjálp góðra manna kominn vel á veg með smíðina á Evo 8:

PA314514-20

Frekar gömul mynd, nú er veltibúrið komið á sinn stað að mestum hluta.

 

Annars erum við fjölskyldan að fara að skella okkur út til Florida yfir hátíðarnar og verður byrjað af fullum krafti þá við undirbúning fyrir næsta keppnistímabil í ralli og rallycrossi.


Rallý Reykjavík 2008 - Report.

Góðann daginn :)

 

Þið afsakið þetta blogleysi sem verið hefur hér...en skólinn er núna byrjaður og ekki hægt að blogga eða setja inn myndir í vinnuni eins og í sumar LoL. Hér kemur þó blogg um rallið hjá okkur Guðna, myndir frá JAK væntanlegar einnig.

 

Dagur 1:

Byrjað á Djúpavatninu, bestu lýsingarorðin fyrir þessa leið voru: hált, sleipt, blautt og drullugt :)

Þó komumst við í gegn þrátt fyrir eitt spin og viðkomu í nokkrum köntum hehe...

Síðan var tekið Kleifarvatnið þar sem við fórum heldur hægt þrátt fyrir mikla tilburði við að slá öðrum hliðarspeglinum inn með aðstoðar stiku eða skiltis.

Eftir það var keyrt niðrí grafarvog og Gufunesið keyrt tvisvar, með skemmtilegum "Stopp-ramma" fídus í endann.

Í viðgerðarhlénu var bíllinn yfirfarinn lítillega og ekkert fannst að eftir mjúkan akstur kvöldsins.

 

Dagur 2:

Byrjað eldsnemma með ferð um Hengilinn, skemmtilega malbiksleið eftir veginum að nesjavallavirkjun.

Síðan var keyrt lyngdalsheiðina þar sem við áttum arfaslakan tíma sem ég vill kenna um kellingaskap ökumannsins Pinch

Því næst var keyrt upp að tungaá þar sem helsta fjörið hjá okkur var að losa bílinn eftir að hafa keyrt á ótroðnu undirlagi á eftir hefli sem stoppaði skyndilega og við það grófumst við niður....óaðfinnanleg klaufska Cool

Eftir ferðina niður Tungaánna tóku við Dómadalur - Hekla - Skógshraun. Ótrúlega erfiðar aðstæður voru á Heklunni, mikil þoka og grófir kaflar. Á skógshrauninu var látið vaða á jumpið og lent á trýninu þannig að aðeins nartaðist í stuðarann:

img_9209

 

Eftir hádegið var síðan tekinn annar "heklu-hringur", þó að skógshrauninu hafi reyndar verið sleppt vegna ástands vegarins.

Eins og kvöldið áður var endað í grafarvoginum með ferðum um Gufunesið.

Í viðgerðarhlénu um kvöldið var aðeins meira að gera en daginn áður; afturfjöðrun smurð, pannan hengd betur upp að aftan og annað smálegt.

 

Dagur 3:

Byrjaði alls ekki vel... feitt þjófstart á tröllhálsnum og eftir aðeins 10 mínútna akstur fór að streyma reykur inn í bílinn þannig að Henning náði okkur fljótlega og við hleyptum honum framúr við fyrsta tækifæri, þrátt fyrir að aðeins væru 3 mínútur á milli okkar eftir hremmingar Hennings daginn áður.

Að lokinni leiðinni tók við okkur serviceinn hjá valda, Óskar Sólmundarson og liðið hans. Þeir komust að því að reykurinn var vegna "huuuuuge" olíuleka og eitthvað hafði farið á pústið af því. Ekki stóð á því að meistararnir frá Valda redduðu þessu og splæstu meira að segja heilum olíubrúsa á bílinn (þannig eitthvað hefur náð að leka af olíunni Pouty). Við kunnum þeim þúsund þakkir fyrir þessa aðstoð.

Eftir það kom Kaldidalurinn þar sem við áttum bestu sérleiðina okkar í keppninni, þrátt fyrir að eitthvað hafi verið farið að týnast af bílnum eins og nokkur ljós og hluti af mælaborðinu Grin. Á þessari leið tókum við hálfa mínútu af helstu keppinautum, Henning og Gylfa.

Þá kom að tröllhálsnum niðureftir, þar misstu Henning og Gylfi dekk undan og töpuðu einhverjum 10-15 mínútum við það. Þannig að annað sætið yfir eindrifsbílana var orðið okkar nokkurnveginn, bara að klára Hengil, Kleifarvatn og Djúpavatn.

Á henglinum gekk allt að óskum, reyndar ekki hröð keyrsla. Síðan var komið að Kleifarvatninu og þá kom að skemmtileg-heitunum... Bíllinn dó rétt eftir start inná leiðina og er ekki enn búið að finna bilunina þrátt fyrir ýmsar tilraunir. Semsagt, freeekar leiðinlegur endir á annars mjög skemmtilegri keppni. Og í ofanálag að þurfa að sætta sig við tap fyrir kennara cóarans(Ólafi Inga)....pff.

 

Annars kom ein sárabót um kvöldið þegar ég var valinn Maður keppninar.Smile

 

Til Hamingju allir sigurvegarar. Takk, allir starfsmenn og aðrir keppendur.

 

Maggi.

 

 

 


Rally Reykjavík - Alþjóðarallið

Næsta fimmtudag hefst 5 umferð íslandsmótsins í ralli, Rally Reykjavík. Þetta er í 29. sinn sem þessi keppni er haldin og nú eru 30 áhafnir skráðar til leiks og enn er þó opið fyrir skráningar.

 

Við Guðni mætum á Corollunni og ætlum okkur að klára, í verðlaunasæti í 1600 flokknum. Undirbúningur bíls og áhafnar gengur ágætlega en ennþá er þó eitthvað eftir, til dæmis að skoða leiðarnar fyrir austan og að yfirfara hjólabúnað í toyotuni auk þess að tengja handbremsuna loksins.

 

Mikil spenna er í Íslandsmótinu sjálfu, þar sem mjótt er á mununum og aðeins eitt stig skilur fremstu tvær áhafnirnar að. Mín spá fyrir toppsæti keppninar er svona:

1. Daníel og Ásta - á einum af bestu bílunum, keyrðu í fyrra langhraðast. Þó er enn ekki alveg víst með þáttöku Daníels vegna meiðsla. 

2. Jón Bjarni og Borgar - fljótasta áhöfnin á þessu ári en hafa verið gífurlega óheppnir, sérstaklega varðandi dekkjasprengingar. Það er allavega ljóst að ekki má vera mikið um þær til að þessi spá mín rætist.

3. Sigurður Bragi og Ísak - keyra alltaf á sínum dampi, mistakalaust... en það er það sem telur í svona löngum keppnum.

4. Pétur og Heimir - Hafa verið að sýna góða keyrslu á fyrsta ári sínu á 4wd bíl, en miðað við tíma fyrr í sumar spái ég þeim rétt fyrir aftan Sigga og Ísak. Þarna verður þó mjög mjótt á munum.

5. Valdimar og Ingi - Hafa náð rosalega góðum sprettum í sumar en hafa verið að gera mistök.  Þó hef ég trú á að Valdi komist í mark eins og í öllum keppnum það sem af er sumrinu.

 

Þó eru margar aðrar áhafnir líklegar til að komast í hóp þessara 5 efstu, t.d. Marían og Jón þór,Páll og Aðalsteinn auk Jóhanness og Björgvins. Síðan veit maður aldrei mð erlendu áhafnirnar, eins og t.d. feðgana Max og Wug Utting, sem eru á mjög öflugum bíl.

 

Nóg í bili, fyrir frekari upplýsingar: www.rallyreykjavik.net

_____________

Maggi 

 

 


Rally report: Snæfellsnesrally 2008

Keppnin um helgina var rosalega skemmtileg, leiðarnar algjört gull (fyrir utan kerlingaskarðið) og frábært veður. Reyndar of frábært veður til að vera að steikjast inní rallybíl í heilan dag...

 

Með hjálp elliheimilisins á Grund fékkst pabbi laus yfir daginn og gekk okkur ágætlega, við töpuðum 3ja sæti í okkar flokki naumlega (16 sekúndur), en fyrr um daginn sprengdum við dekk og töpuðum heilli mínútu á helstu keppinauta okkar, sem voru Einar og Stulli á sunnyinum. Reyndar sprengdum við líka á kerlingaskarðinu (næst síðustu leið) en með ákveðnum aksti tókst okkur samt að narta smá tíma af sunnyinum á þeirri leið, fengum samt eitt scary moment þegar bíllinn flaut upp að aftan (útaf sprungna dekkinu) þannig við enduðum næstum því inní barði Whistling

 

Myndir eru komnar hér í albúmið, video væntanleg! 

 

 


Snæfellsnesrall 2008

Já góða kvöldið,

Núna um helgina fer fram 3ja umferðin í rallinu, það verður rallað á nýjum slóðum, eða á snæfellsnesinu.

 

Leiðarnar eru mjög skemmtilegar og krefjandi og allir eru jafnir þar sem þetta eru allt nýjar leiðar.  Eftir þetta rall munu línurnar líklega fara að skírast aðeins í stigatöflu íslandsmótsins, við gætum sagt að það verði "hálfleikstölurnar" sem koma í ljós.

 

Ég sit aftur uppi með gamla manninn mér við hlið, en unnið er að því hörðum höndum að koma upp ælupokakerfi og súrefnisgrímu og kút fyrir í bílnum fyrir keppnina á laugardag Grin.

 

Hins vegar ætla ég að henda fram smá spá um úrslit helgarinnar:

4WD: 

1. Jónbi/Boggi - ég held að þeir klári núna loksins keppni...þeir hafa sýnt að hraðinn er nægur hjá þeim. 

2. Pétur/Heimir - í humátt á eftir N1 liðinu, spila sinn leik að klára þær keppnir sem eftir eru.

3. Sigurður/Ísak - Eitthvað eru þeir félagar seinir með bílinn og verður hann víst ekki eins öflugur og vonast var til, en við sjáum hvað setur.

4. Valdi/Ingi - Eftir virkilega harðann slag við áhöfnina á eftir hafa þeir betur.

5. Marri/Jónsi - Sprengja dekk á síðustu leið eftir mikla baráttu við MAX-liðið.

6. Jói/Björgvin - verða hraðari en í fyrri keppnum sumars, en Jóhannes var heilsulítill í byrjun tímabils en er allur að koma til. 

7. Páll/Aðalsteinn - Verða ekki svo langt frá Jóa og Björgvin...hraðinn á þeim mun aukast í sumar en þeir veltu í fyrstu keppninni í sumar og eru hægt og rólega að finna dampinn aftur.

8. Sigurður Óli/Hrefna - taka sinn hefðbunda skemmti-bíltúr og klára eins og reglan segir...

 

J:

1. Gummi Snorri/Ingimar - eftir geysimikla baráttu við............eee.....eee....já þeir eru eini jeppinn.

Það stendur þó til bóta afþví gamalreyndur rallykall hefur nú keypt hinn Dakar Pajeroinn, sá maður mun hafa keyrt cherokee í den með miklum ágætum...síðan má búast við Ástu og Steinunni Bleiku auk Silfraða Olíudreifarans í næstu keppni.

 

2WD:

1. Henning/Gylfi - spurning hverju þeir taka uppá núna til að gera drama í þetta fyrir síðustu leið?

2. Ólafur Ingi/Guðlaugur - þeir hafa verið í mikilli baráttu við Kjartan og Óla í allt sumar og nú held ég að þeir hafi það loksins.

3. Gunnar og Reynir - Gunnar hefur verið með Hafstein bróðir sinn með sér hingað til en nú er spurning hvernig gengur að stilla saman strengi við nýjan aðstoðarökumann.

4. Kjartan/Ólafur Þór - Eftir geysiharða baráttu um annað sæti í flokknum tapa þeir tíma á síðustu leiðum rallsins.

5. Einar/Sturla - Trukkararnir hlífa sunny-inum hvergi en koma honum þó í mark.

6. Síðan eru það við pabbi, vonandi verðum við aðeins nær næsta bíl en síðast. Það veðrur samt númer 1,2,3 að komast í endamark.

 

....Ég spánni eru engin afföll, þannig við sjáum til hvernig þetta breytist eftir að menn fara að olíubera vegina og búa til bíla-skúlptúra á víð og dreif um nánsta umhverfi veganna. 

 


Fyrsta Keppnin!

Sparisjóðsrall AÍFS var haldið í dag og í gærkvöld, fyrsta keppnin mín sem ökumaður og þetta gekk svona ágætlega bara, kláruðum allavega - þótt aðstæður hafi verið mjööög slæmar í dag.

 

Ekki byrjaði ferillinn vel, á leiðini út í keflavík í gærdag fauk upp húddið hjá mér og mölbraut framrúðuna, en sem betur fer var vararúða tilbúin heima og við náðum að setja hana í og komumst til keflavíkur í tíma.

En á meðan við vorum að sejta nýju rúðuna í heima var farið skoðunarferð um litlu innanbæjarleiðarnar sem við mistum af, það var dýrkeypt - við töpuðum sennilega í kringum 1 mínútu vegna klaufalegs útafaksturs á nikkelsvæðinu og borða sem lá þvert yfir veginn á stapanum. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þessi klaufamistök ef við hefðum náð leiðarskoðuninni, en svona er þetta bara. 

 

Seinni dagurinn gekk síðan öllu betur, hálfrar mínútu bæting á stapanum frá kvöldinu áður. Síðan var bara öruggur akstur um djúpavatnið (þar sem aðstæður voru vægast sagt mjög slæmar). En ísólfskálinn, kleifarvatnið og rallycrossbrautin gengu alveg ágætlega, miðað við að ég hafði aldrei keyrt bíl í eins mikilli bleytu áður. Grin


Risið upp frá dauðum.

Jæja þá loksins álpaðist maður til að skrifa inn blogg!

 

Bílprófið kemur í hús á þriðjudaginn, eftir að hafa náð verklega þætti prófsins á föstudaginn með 0 villurCool

Við pabbi kíktum prufurúnt út á djúpavatn á "nýja fína" súbarúnum mínum í dag og í gær, og það gekk bara vel fyrir utan einn sprungin hljóðkút Grin

 

Toyotan er að verða tilbúinn að mestu leiti, við Simmi (sem er að smíða eina corollu alveg eins og mína) ætlum að láta skera út fyrir okkur hlífðarpönnur undir allan undirvagninn, fjöðrun var tekin í gegn og hreinsuð í síðustu viku og nú er bara eftir að taka í gegn bremsur, en við pöntuðum klossa og diska frá EBC undir corolluna. Reyndar var ekki til klossar í hana að aftan þannig það verður bara eitthvað ekki jafn gott undir að aftan í fyrstu keppni.

 

Myndir frá vorralli og bílasýningu Bílar&Sport eru komnar inná: http://www.flickr.com/photos/magnusthordar/sets/72157604878737693/ 


Rally Reykjavík 2007

28. alþjóðarallinu var að ljúka núna fyrr í dag.  Okkur pabba tókst markmið okkar: að klára!

 

Dagur 1:

Fyrsta leið lá um Djúpavatn, okkur gekk ágætlega þar þrátt fyrir mikið grjót á veginum.

Eftir það var haldið út á Kleifarvatn, þar sem við tókum eftir miklu afl-leysi, og náðum þar af leiðandi arfaslökum tíma á þessari ,,power-leið"

Síðan voru keyrðar 2 umferðir um Gufunesið, þar kom ekkert fyrir hjá okkur.

Í viðgerðarhléinu reyndum við að finna ástæðuna fyrir afl-leysinu og við skoðun á undirvagninum kom í ljós að pústið hafði klemmst alveg saman á djúpavatninu, þannig ekkert var til ráða annað en að saga bara endann af pústinu.

 

Dagur 2:

Markmið okkar fyrir hádegishlé var að komast fram fyrir Simma, sem tókst, en hann lenti í vandræðum með bílinn, bremsur og fleira.

Eftir hádegi keyrðum við bara eins og vegirnir leyfðu, og þeir leyfðu vægast sagt lítið!, og tímarnir voru eftir því.

Á leiðinni í bæinn komum við á pústverkstæði og létum setja nýjann enda á pústið, síðan tókum við afturfjöðrunina í sundur og hreinsuðum hana í viðgerðarhléinu.

 

Dagur 3:

Eins og staðan var eftir dag 2 var ekkert annað í stöðunni en að keyra upp á að klára, sem og við gerðum, það má segja að mesti hasarinn þennann daginn hafi verið að ná í tíma ferjuleiðina milli Geitháls og Kleifarvatns, en eftir Geithálsinn skiptum við um hjólalegu sem var búin að vera glamrandi síðan um morguninn, og sem betur fer komumst við út að Kleifarvatni í tíma.

 

Í heildina litið bara mjög skemmtilegt rall og góð tilbreyting að þurfa ekki að skipta um vél í corolluni eftir keppni Grin (þó það sé ýmislegt annað sem þarf að fara yfir)

 

Tímaverðir, keppnisstjórn og aðrir sem komu að keppninni: TAKK fyrir okkur!

MÞ-Racing


Merkileg tilviljun!

Það fór vél í bílnum okkar!

 

Við fórum að prufukeyra mözduna í fyrradag, og eftir u.m.þ.b. 5 mínútna akstur á möl þá kom bara blátt reykjarský, farin vél Angry.

 

Þannig að afhverju ekki bara að gera það sem maður er bestur í, henda vél ofan í corollu á mettíma!

 

Markmið okkar er að vinna Honduna, sem er jafnvel svolítið háleitt.... miðað við að við verðum á maxsport dekkjum Sick.

 

En við vonum bara það besta!

 

MÞ-RACING


Alþjóðarallið 2007

Nú fer að bresta á ein stærsta akstursíþróttakeppni ársins, eða Rally Reykjavík.

 

Því miður koma lítið af útlendingum í ár, en þá er bara um að gera að vera duglegri að manna bílana sem eru hér á skerinu.

 

Við feðgar mætum á okkar eðal-mözdu, en hún er nú kominn í gang og keyrir afturábak og áframCool.

 

Þrátt fyrir útlendinga-skort er útlit fyrir einhverri fjölmennustu rallkeppni ársins...

Hérna er listi yfir þá sem maður veit að m´ta og síðan hverjir maður hefur heirt að mæti: 

Danni - evo

Siggi B. - evo

Jói V. - evo

N1 - subaru

óskar - subaru

fylkir - subaru

eyjó - subaru

valdi - subaru

??? - escort

óli bjarna og siggi sör - celica

siggi óli - celica

Við pabbi - mazda

---------------------------

12 grp.N bílar. Cool

 

Pétur - corolla

Simmi - corolla

Henning - corolla

úlli - sunny

team seastone - súkkan

Dali - trabant, nema hvað?

Siggi R - corolla (gamla danna rolla)

??? - corolla (gamla rabba rolla)

rabbi - pusjó

sæmi - honda

----------------

10 eindrifs bílar (samtals 22) Cool

 

Himmi - cherokee

Helgi - cherokee

Gummi - pajero

McKinstry sr. - tomcat

McKinstry jr. - tomcat

??? - tomcat

---------------

6 jeppar (samtals 28) = BARA GAMANW00t

 

Nánari upplýsingar er að finna á= www.rallyreykjavik.net

 

Síðan má búast við nokkrum myndum frá skagafjarðarrallinu inn á síðuna um helgina, sem og nokkrum gömlum sem ég var að skanna inn í gær... 

 

 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband