Rally Reykjavík - Alþjóðarallið

Næsta fimmtudag hefst 5 umferð íslandsmótsins í ralli, Rally Reykjavík. Þetta er í 29. sinn sem þessi keppni er haldin og nú eru 30 áhafnir skráðar til leiks og enn er þó opið fyrir skráningar.

 

Við Guðni mætum á Corollunni og ætlum okkur að klára, í verðlaunasæti í 1600 flokknum. Undirbúningur bíls og áhafnar gengur ágætlega en ennþá er þó eitthvað eftir, til dæmis að skoða leiðarnar fyrir austan og að yfirfara hjólabúnað í toyotuni auk þess að tengja handbremsuna loksins.

 

Mikil spenna er í Íslandsmótinu sjálfu, þar sem mjótt er á mununum og aðeins eitt stig skilur fremstu tvær áhafnirnar að. Mín spá fyrir toppsæti keppninar er svona:

1. Daníel og Ásta - á einum af bestu bílunum, keyrðu í fyrra langhraðast. Þó er enn ekki alveg víst með þáttöku Daníels vegna meiðsla. 

2. Jón Bjarni og Borgar - fljótasta áhöfnin á þessu ári en hafa verið gífurlega óheppnir, sérstaklega varðandi dekkjasprengingar. Það er allavega ljóst að ekki má vera mikið um þær til að þessi spá mín rætist.

3. Sigurður Bragi og Ísak - keyra alltaf á sínum dampi, mistakalaust... en það er það sem telur í svona löngum keppnum.

4. Pétur og Heimir - Hafa verið að sýna góða keyrslu á fyrsta ári sínu á 4wd bíl, en miðað við tíma fyrr í sumar spái ég þeim rétt fyrir aftan Sigga og Ísak. Þarna verður þó mjög mjótt á munum.

5. Valdimar og Ingi - Hafa náð rosalega góðum sprettum í sumar en hafa verið að gera mistök.  Þó hef ég trú á að Valdi komist í mark eins og í öllum keppnum það sem af er sumrinu.

 

Þó eru margar aðrar áhafnir líklegar til að komast í hóp þessara 5 efstu, t.d. Marían og Jón þór,Páll og Aðalsteinn auk Jóhanness og Björgvins. Síðan veit maður aldrei mð erlendu áhafnirnar, eins og t.d. feðgana Max og Wug Utting, sem eru á mjög öflugum bíl.

 

Nóg í bili, fyrir frekari upplýsingar: www.rallyreykjavik.net

_____________

Maggi 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband