9.6.2007 | 21:37
3. umferð - Vonbrigði :(
Suðurnesjaralli AÍFS lauk nú um 4 leitið, en við feðgar urðum frá að hverfa eins og um helmingur annarra keppenda í þessari keppni.
Ástæðan fyrir því að við kláruðum ekki var sú að vélin fór, í 5. skipti í 6 röllum, og við erum farnir að þreitast á þessum endalausu vélarupptekningum eða vélaskiptum. Þess vegna langar okkur feðga hreinlega í nýjan bíl, fjórhjóladrifinn. Sjáum til hvað gerist í þeim málum. Auk þess langar okkur ekki að keira einum kílómeter lengra á þessum MaxSport dekkjum sem eru greinilega ekki nægilega góð fyrir íslenskar aðstæður.
Vegna þess að við eigum bara sáralitla möguleika á titli eftir að vera bara með 4 stig eftir fyrstu 3 keppnirnar í Max1 höfum við líka ákveðið að hvíla mjög líklega keppnina fyrir norðan.
Myndir væntanlegar!
Kv. frá hinum vonsviknu-
MÞ-Racing
Athugasemdir
Til hamingju með nýja bílinn...
Mótormynd, 14.6.2007 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.