4. umferð - Skagafjarðarrallý

4. umferð íslandsmótsins í rallakstri fór fram á sauðárkróki í gær, ekið var um mælifellsdal og innanbæjarleiðina nafir.

Við feðgar höfum fest kaup á mazda 323 rallýbíl, eins og þeim sem Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson kepptu á hér á árum áður. planið var að fara á þeim bíl norður til þess að tilkeyra hann fyrir Rallý Reykjavík, sem fer fram í næsta mánuði.
Þegar það var orðið ljóst að mazdan yrði ekki tilbúin í tíma (sem var á miðvikudeginum fyrir rallið), var ákveðið að finna vél í corolluna til að geta amk. keppt fyrir norðan.
Vélin sem var sett ofan í var vél sem við fundum fyrr í vikuni, fyrir heilar 5 þúsund krónur.

SS-1, Mælifellsdalur 1.
Gekk ágætlega þrátt fyrir það að vera intercom-lausir. Töpuðum 50 sek. á Pétur og Heimi en tókum 10 af Marra og Jónsa á focusnum. Alveg öruggur akstur út í eitt.

SS-2, Mælifellsdalur 2.
Búið að bjarga intercom vandræðunum, með þeirri einföldu aðgerð að snúa batteríinu rétt í tækinu :D. Við flugum frekar illa á stökkinu sem Siggi Bragi flaug stökk illa (nema við vorum á leiðinni í hina áttina núna) og beygðum framstykkið á corollunni aðeins inn. Þrátt fyrir það gátum við haldið ótrauðir áfram og náðum fínum tíma, 17:09, 8 sek. lakara en Bakarinn og Heimir.

SS-3, Mælifelssdalur 3.
Eftir u.m.þ.b. 5 km. af leiðinni upp dalinn gerðist sá hefðbundi atburður að MaxSport dekk sem var undir corollunni sprakk, enda ekki hægt að búast við öðru eftir að við ókum yfir steinvölu sem lá á veginum í sakleysi sínu. Eftir að hafa opnað dekkjaverstæði upp á mælifellsdalnum héldum við áfram akstrinum, en töpuðum 6-7 mínútum á helstu keppinauta okkar.

SS-4, Mælifellsdalur 4.
Eftir að við töpuðum öllum þessum tíma á leiðinni á undan ákváðum við að taka því bara rólega á leiðinni niður dalinn í síðasta skipti, en það tók 5 þúsund króna vélin ekki í mál, og bræddi úr sér. Þannig að ekki fórum við lengra í þetta skipti. Eftir nánari skoðun í vélarsalnum þykjumst við hafa fundið líklega skýringu, en eftir að framstykkið gekk allt aðeins inn eftir stökkið hefur það sett smá krumpu á neðri vatnshosuna, sem síðan gæti hafa fallið alveg saman þegar hún hitnaði.

En við feðgar ætlum að halda áfram með mözduna og mæta á henni vel undirbúinni í alþjóðarallið sem fer fram í næsta mánuði.

MÞ-Racing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Maggi var ekki bróðir þinn með myndavélina á lofti í rallinu?..

Heimir og Halldór Jónssynir, 24.7.2007 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband