Risið upp frá dauðum.

Jæja þá loksins álpaðist maður til að skrifa inn blogg!

 

Bílprófið kemur í hús á þriðjudaginn, eftir að hafa náð verklega þætti prófsins á föstudaginn með 0 villurCool

Við pabbi kíktum prufurúnt út á djúpavatn á "nýja fína" súbarúnum mínum í dag og í gær, og það gekk bara vel fyrir utan einn sprungin hljóðkút Grin

 

Toyotan er að verða tilbúinn að mestu leiti, við Simmi (sem er að smíða eina corollu alveg eins og mína) ætlum að láta skera út fyrir okkur hlífðarpönnur undir allan undirvagninn, fjöðrun var tekin í gegn og hreinsuð í síðustu viku og nú er bara eftir að taka í gegn bremsur, en við pöntuðum klossa og diska frá EBC undir corolluna. Reyndar var ekki til klossar í hana að aftan þannig það verður bara eitthvað ekki jafn gott undir að aftan í fyrstu keppni.

 

Myndir frá vorralli og bílasýningu Bílar&Sport eru komnar inná: http://www.flickr.com/photos/magnusthordar/sets/72157604878737693/ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband