Fyrsta Keppnin!

Sparisjóðsrall AÍFS var haldið í dag og í gærkvöld, fyrsta keppnin mín sem ökumaður og þetta gekk svona ágætlega bara, kláruðum allavega - þótt aðstæður hafi verið mjööög slæmar í dag.

 

Ekki byrjaði ferillinn vel, á leiðini út í keflavík í gærdag fauk upp húddið hjá mér og mölbraut framrúðuna, en sem betur fer var vararúða tilbúin heima og við náðum að setja hana í og komumst til keflavíkur í tíma.

En á meðan við vorum að sejta nýju rúðuna í heima var farið skoðunarferð um litlu innanbæjarleiðarnar sem við mistum af, það var dýrkeypt - við töpuðum sennilega í kringum 1 mínútu vegna klaufalegs útafaksturs á nikkelsvæðinu og borða sem lá þvert yfir veginn á stapanum. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þessi klaufamistök ef við hefðum náð leiðarskoðuninni, en svona er þetta bara. 

 

Seinni dagurinn gekk síðan öllu betur, hálfrar mínútu bæting á stapanum frá kvöldinu áður. Síðan var bara öruggur akstur um djúpavatnið (þar sem aðstæður voru vægast sagt mjög slæmar). En ísólfskálinn, kleifarvatnið og rallycrossbrautin gengu alveg ágætlega, miðað við að ég hafði aldrei keyrt bíl í eins mikilli bleytu áður. Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband